Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. júní 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Búinn að setja sig í samband við Robben oftar en einu sinni
Mynd: Getty Images
Arjen Robben yfirgaf Bayern Munchen eftir tímabilið en hann hafði verið hjá félaginu síðan árið 2009.

Hann hefur ekki enn fundið sér félag en Mark van Bommel, þjálfari PSV, vill ólmur fá hann „heim". Hann lék með PSV á árunum 2002-2004.

„Við höfum talað við hann, oftar en einu sinni," sagði Bommel í samtali við hollenska fjölmiðla.

„Þetta er einfalt. Hann er sá sem að tekur ákvörðunina um framhaldið. Hann veit að við myndum elska það að fá hann hingað en núna gefum við honum tíma til þess að hugsa sig um," segir Bommel.

Bommel gerir sér grein fyrir því að Robben vill hugsanlega prufa eitthvað ævintýri.

„Það er enginn að fara að setja neina pressu á hann. Við erum pottþétt ekki eini klúbburinn sem er búin að heyra í honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner