Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júní 2019 20:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slakasta byrjun Stjörnunnar frá því liðið komst upp
Úr leik Blika og Stjörnunnar í gær.
Úr leik Blika og Stjörnunnar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stjarnan tapaði 3-1 gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í gær. Stjarnan komst yfir með marki Ævars Inga Jóhannessonar. Blikar svöruðu með þremur mörkum og unnu leikinn.

Breiðablik skellti sér á toppinn, en Stjarnan er í sjöunda sæti með 12 stig eftir níu leiki. Hingað til hefur Stjarnan unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum.

Á Vísi er sagt frá því að þetta sé versta byrjun Stjörnunnar frá því liðið komst upp í efstu deild árið 2008.

Til þess að finna verri byrjun Stjörnunnar í efstu deild þarf að fara aftur til ársins 2000. Það sumar féll Stjarnan eftir að hafa verið með fimm stig eftir níu umferðir.

Stjarnan var líka með 12 stig eftir níu umferðir árið 2015, en Garðbæingar eru með verri markatölu núna. Sumarið 2015 endaði liðið í fjórða sæti.

Eftir níu umferðir í fyrra var Stjarnan í fjórða sæti með 16 stig. Stjarnan var búin að skora flest mörk allra liða í deildinni eða 22. Núna er liðið aðeins búið að skora 12 auk þess fá á sig fleiri mörk núna en á sama tíma í fyrra (13 í fyrra en 15 núna).

Stjarnan varð Íslandsmeistari 2014, en þá var liðið taplaust og með 19 stig eftir níu leiki.

Hér að neðan má sjá viðtal sem var tekið við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Stjörnunnar, eftir leikinn í gær.
Rúnar Páll: Halli er okkar markmaður og við stöndum með honum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner