Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júní 2019 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Skotland tapaði niður þriggja marka forskoti
England vann riðilinn
England vann riðilinn.
England vann riðilinn.
Mynd: Getty Images
Úr leik Skotlands og Argentínu.
Úr leik Skotlands og Argentínu.
Mynd: Getty Images
Ellen White, sóknarmaður Manchester City, skoraði bæði mörk Englands þegar liðið vann sigur á Japan í lokaleik sínum í riðlakeppninni á HM kvenna í Frakklandi.

Fyrsta mark leiksins skoraði White á 15. mínútu og tryggði hún Englandi sigurinn með öðru marki sínu á 84. mínútu.

Japan gaf Englandi hörkuleik, en England sýndi styrk sinn með því að klára þetta verkefni.

Skotland og Argentína mættust á sama tíma í riðlinum. Þar komst Skotland í 3-0. Kim Little skoraði eina mark fyrri hálfleiks áður en Jenny Beattie og Erin Cuthbert bættu við mörkum í seinni hálfleiknum. Þriðja mark Skotlands kom þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Þá vaknaði Argentína. Milagros Menendez minnkaði muninn og Florencia Bonsegundo minnkaði muninn enn frekar. Og þegar lítið var eftir fékk Argentína vítaspyrnu. Lee Alexander varði fyrst en dómarinn fyrirskipaði að vítaspyrnan yrði tekin aftur þar sem hún var komin með báða fætur af línunni. Ekki fyrsta vítaspyrnan sem er tekin aftur á þessu móti vegna þess. Það hefur verið tekið hart á stöðu markvarða í vítaspyrnum á þessu Heimsmeistaramóti.

Skotar misstu hausinn algjörlega síðustu mínúturnar og köstuðu frá sér 3-0 forystu. Ótrúlegt og lokatölur 3-3. Jafntefli eru úrslit sem hjálpa hvorugu liði mikið.

England (níu stig) og Japan (sex stig) eru komin áfram í 16-liða úrslit. Skotar eru með eitt stig og Argentína tvö stig. Fjögur lið með góðan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni fara einnig áfram. Argentína er sem stendur í fjórða sæti yfir liðin í þriðja sæti og tveir riðlar eftir að klárast.

Skotland 3 - 3 Argentína
1-0 Kim Little ('19 )
2-0 Jenny Beattie ('49 )
3-0 Erin Cuthbert ('69 )
3-1 Milagros Menendez ('74 )
3-2 Florencia Bonsegundo ('79 )
3-3 Florencia Bonsegundo ('90 , víti)

Japan 0 - 2 England
0-1 Ellen White ('15 )
0-2 Ellen White ('84 )



Athugasemdir
banner
banner
banner