Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 11:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Börkur: Staða þjálfarans er traust og örugg
Börkur á Fylkisvellinum nýlega.
Börkur á Fylkisvellinum nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða þjálfarans er traust og örugg. Hann hefur skilað fjórum titlum á síðustu fjórum árum. Þetta er besti þjálfari sem til er á Íslandi í dag og þó víðar væri leitað," segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson á Vísi.

Íslandsmeistarar Vals hafa átt erfitt tímabil og eru rétt fyrir ofan fallsæti. Þrátt fyrir það segir Börkur að Ólafur Jóhannesson sé algjörlega öruggur í starfi.

Misgáfulegir menn að fjalla um þetta
Í viðtalinu á Vísi er Börkur einnig spurður út í umfjöllun fjölmiðla en hann virðist skjóta á Dr. Football hlaðvarpið í Twitter færslu sem sjá má hér að neðan.

„Það raðast inn misgáfulegir menn að fjalla um þetta og þar af leiðandi verður umræðan misgáfuleg. Það truflar okkur í sjálfu sér ekki og hefur ekki verið umræðan inn í félaginu. Við erum svolítið berskjaldaðir núna og auðvelt skotmark. Við eigum erfitt með að svara fyrir okkur á meðan illa gengur inn á vellinum," sagði Börkur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner