Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. júní 2019 17:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM kvenna: Mark í uppbótartíma skaut Kamerún áfram
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaleikir E-riðils á HM kvenna fóru fram í dag.

Ljóst var fyrir leikina að Holland og Kanada væru komin áfram og mættust þau í úrslitaleik um hvort liðið færi með sigur úr býtum í riðlinum.

Í hinum leik dagsins mættust Kamerún og Nýja Sjáland í úrslitaleik um hvort liðið ætti möguleika á því að fara áfram í 16-liða úrslit.

Kamerún komst yfir á 57. mínútu en á 80. mínútu jafnaði Nýja Sjáland leikinn með sjálfsmarki frá Kamerún. Bæði lið gerðu sitt besta til þess að knýja fram sigur. Kamerún tókst það með öðru marki frá Ajara Nchout og er því komið í 16-liða úrslit.

Kamerún er sem stendur í þriðja sæti yfir þau lið sem enduðu í þriðja sæti og aðeins einum riðli er ólokið. Fjögur lið í þriðja sæti fara áfram í 16-liða úrslit. Spurning er hvort það verður Síle eða Nígería sem fer áfram en Síle mætir Tælandi í kvöld.

Holland sigraði riðilinn með 2-1 sigri á Kanada. Lineth Beerensteyn kom inn á sem varamaður hjá hollenska liðinu á 70. mínútu og sex mínútum seinna skoraði hún sigurmark leiksins. Kanada endar í öðru sæti riðilsins.

Holland 2 - 1 Kanada
1-0 Anouk Dekker ('54 )
1-1 Christine Sinclair ('60 )
2-1 Lineth Beerensteyn ('76 )

Kamerún 2 - 1 Nýja Sjáland
1-0 Ajara Nchout ('57 )
1-1 Aurelle Awona ('80 , sjálfsmark)
2-1 Ajara Nchout ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner