Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurhæfing Hudson-Odoi gengur vel
Mynd: Getty Images
Hinn bráðefnilegi Callum Hudson-Odoi sleit hásin undir lok síðasta leiktímabils, en hann er nú að vinna í því að komast aftur á fótboltavöllinn sem fyrst.

Þessi 18 ára gamli leikmaður spilaði 10 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en það má búast við því að hann verði í stærra hlutverki á næsta tímabili eftir að Eden Hazard fór til Real Madrid.

Búist var við því að Hudson-Odoi myndi missa af byrjun tímabilsins en miðað við nýtt myndband þá gengur endurhæfing hans vel.

„Endurhæfingin gengur vel. Ég vonast til að komast fljótt aftur inn á völlinn," skrifaði Hudson-Odoi við myndbandið sem má sjá hérna að neðan.

Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður Chelsea, er að glíma við svipuð meiðsli, en Hudson-Odoi mun væntanlega snúa aftur á undan honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner