Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. júní 2019 12:35
Elvar Geir Magnússon
Dómaramistök bitnuðu á ÍBV - „Eins mikil vítaspyrna og vítaspyrnur verða"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipólito, þjálfari ÍBV, var ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu í tapleiknum gegn Breiðabliki á laugardaginn. Elvar Geir og Tómas Þór skilja gremju hans vel.

Í stöðunni 2-1 fyrir Breiðabliki hefði ÍBV klárlega átt að fá vítaspyrnu að þeirra mati, rétt áður en Blikar komust í 3-1.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Guðmundur Böðvar Guðjónsson, sem kom inn vegna meiðsla Elfars Freys, leit verulega klaufalega út og lagðist ofan á Róbert Aron Eysteinsson. Hann féll ofan á hann eins trjádrumbur," sagði Elvar um vítið sem ÍBV hefði átt að fá. Tómas fór nánar út í atvikið:

„Þetta byrjar á því að Róbert nær góðri stöðu fyrir utan teig, er með boltann og setur rassinn í Guðmund Böðvar. Hann nær snúningnum og þá kemur Guðmundur og nuddast aðeins í hann og Róbert fer niður á hnén. Það var ekki neitt á það, svo stendur Róbert upp aftur og er bara einn á móti markmanni þegar hann stendur upp aftur. Þá leggst Guðmundur bara ofan á hann," sagði Tómas.

„Þetta var eins mikil vítaspyrna og vítaspyrnur verða. Í staðinn fyrir að staðan gæti hafa orðið 2-2 þá verður hún 3-1."

„Risastór dómaramistök þarna hjá Jóhanni Inga," sagði Elvar Geir.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner