Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júní 2019 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Verður Ballack aðstoðarmaður Lampard?
Mynd: Getty Images
Það bendir allt til þess að Frank Lampard verði næsti stjóri Chelsea. Félagið fékk í dag formlegt leyfi frá Derby til þess að hefja viðræður við Lampard.

Fjölmiðlar ytra velta því nú fyrir sér hvaða menn Lampard myndi fá með sér í þjálfarateymið. Sky í Þýskalandi greinir frá því í dag að Michael Ballack gæti orðið aðstoðarmaður Lampard.

Ballack og Lampard þekkjast vel en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur ár.

Ballack er nú staddur í Wales þar sem að hann er einmitt á þjálfaranámskeiði.

Claude Makelele hefur einnig verið orðaður við þjálfarateymi Chelsea og Petr Cech skrifaði á dögunum undir hjá félaginu. Verður næsta þjálfarateymi Chelsea einungis skipað gömlum goðsögnum?
Athugasemdir
banner
banner
banner