þri 25. júní 2019 21:28
Arnar Helgi Magnússon
Óvíst hvenær Aron Dagur snýr aftur - Glímir við mjaðmarmeiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, er að glíma við meiðsli í mjöðm og óvíst er hvenær hann snýr til baka.

Aron Dagur spilaði síðast gegn KR í Frostaskjólinu þann 2. júní en Kristijan Jajalo hefur staðið vaktina í markinu í síðustu tveimur leikjum, gegn Víking R. og Grindavík. Aron spilaði fyrstu sjö leikina í Pepsi Max-deildinni.

„Við vitum ekki alveg hversu lengi hann verður frá. Hann er meiddur í mjöðminni og batinn er hægari en við bjuggumst við," sagði Óli Stefán, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net

KA situr í fimmta sæti deildarinnar eftir níu leiki, með þrettán stig, líkt og Fylkir og FH.

Næsti leikur KA er gegn Fylki á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner