Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júní 2019 20:54
Arnar Helgi Magnússon
HM kvenna: Holland síðasta liðið í 8-liða úrslitin - Sigurmarkið á lokamínútunni
Liðsmenn Hollands fagna í kvöld.
Liðsmenn Hollands fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Holland 2 - 1 Japan W
1-0 Lieke Martens ('17 )
1-1 Yui Hasegawa ('43 )
2-1 Lieke Martens ('90 , víti)

Holland tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Japönum í kvöld. Lokamínúturnar voru fjörugar en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Hollendingar náðu forystunni í leiknum þegar Lieke Martens setti boltann í netið eftir hornspyrnu frá Sherida Spitse. Martens hljóp þá á nærstöngina og stýrði boltanum snyrtilega í markið.

Á markamínútunni sjálfri jöfnuðu Japanar eftir frábæra sókn. Þær japönsku gjörsamlega sundur spiluðu Hollendinga og það var Yui Hasegawa sem að setti boltann loks í netið.

1-1 þegar flautað var til hálfleiks á Roazhon Park, heimavelli Rennes.

Síðari hálfleikurinn var fjörugur og fengu bæði liðin mikið af færum. Heilt yfir var japanska liðið sterkara og R. Shimizu setti boltann til að mynda í slána á 79. mínútu.

Á 90. mínútu fengu Hollendingar vítaspyrnu eftir að Saki Kumagai handlék knöttinn innan teigs. Engin spurning og vítaspyrna dæmd.

Lieke Martens fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og tryggði þar með Hollendingum farseðil í 8-liða úrslitum. Holland mætir Ítalíu á laugardag og liðið sem að sigrar þar fer í undanúrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner