þri 25. júní 2019 22:42
Arnar Helgi Magnússon
4. deild: GG vann toppslaginn - KÁ skoraði tíu
Orri Freyr gerði sigurmark GG.
Orri Freyr gerði sigurmark GG.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Andri (t.v.) skoraði tvö fyrir KÁ
Jóhann Andri (t.v.) skoraði tvö fyrir KÁ
Mynd: haukar.is
Fjórir leikir voru á dagskrá í 4. deildinni í kvöld og eins og svo oft áður vantaði ekki fjörið í leikina, nóg af mörkum!

Í A-riðli mættust Mídas og Vatnaliljur en leikurinn fór fram á Víkingsvelli. Vatnaliljurnar gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik en á 38. mínútu var staðan orðin 0-3.

Mídas náði að klóra í bakkann þegar örfáar mínútur voru eftir af leiknum en lengra komst liðið ekki. Liðin bæði með sex stig eftir sjö leiki í A-riðlinum.

Í C-riðlinum mættust Hamar og GG í stórleik kvöldins í 4. deildinni. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið alla leikina og voru því jöfn með átján stig.

Liðsmenn GG voru ekki lengi að ná forystunni en það tók tæpar fjórar mínútur. Þar var að verki Sigurður Örn Hallgrímsson.

Selfyssingurinn Unnar Magnússon jafnaði fyrir Hamar þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. GG fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og hver annar en Orri Freyr Hjaltalín fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Fleiri urðu mörkin ekki og GG er því eitt á toppnum eftir leikinn, ósigrað og ekki enn tapað stigum. Hamar í öðru sæti áfram með átján stig.

Í hinum leik C-riðilsins mættust Stokkseyri og Berserkir. Fyrri hálfleikurinn var algjör markasúpa en eftir tæpan hálftíma voru komin fimm mörk í leikinn og staðan 1-4. Í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Stokkseyri muninn enn frekar en komust ekki lengra eftir það. Lokatölur 2-4.

Einn leikur var á dagskrá í D-riðli. Kóngarnir tóku á móti KÁ og það var ljóst nokkuð snemma hvort liðið færi með sigur af hólmi þar. Lokatölur 0-10, KÁ í vil en hálfleikstölur í þeim leik voru 0-3.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins í 4. deild.

Mídas 1 - 3 Vatnaliljur
0-1('25)
0-2 ('33)
0-3 ('38)
1-3 ('87)

Stokkseyri 2 - 4 Berserkir
0-1 ('6)
0-2 ('13)
0-3 ('18)
1-3 ('19)
1-4 ('27)
2-4 ('48)

Hamar 1 - 2 GG
0-1 Sigurður Örn Hallgrímsson ('4)
1-1 Unnar Magnússon ('29)
1-2 Orri Freyr Hjaltalín (víti '42)

Kóngarnir 0 - 10 KÁ
Karl Viðar Magnússon, 2 mörk
Sigurbjörn Bjarnason, 2 mörk
Jóhann Andri Kristjánsson, 2 mörk
Fannar Óli Friðleifsson, 1 mark
Sigurgeir Jónasson, 1 mark
Patrik Atlason, 1 mark
Markarskorara vantar, 1 mark




Athugasemdir
banner
banner
banner