þri 25. júní 2019 22:27
Arnar Helgi Magnússon
David Silva yfirgefur City eftir næsta tímabil
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn, David Silva, mun yfirgefa Manchester City eftir næsta tímabil. Þetta staðfesti leikmaðurinn í dag.

Eftir ár eru liðin tíu ár síðan að Silva gekk í raðir Manchester City frá Valencia.

Hann hefur átt stóran þátt í því að gera Manchester City að einu besta liði í Evrópu. Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA bikarinn tvisvar og deildarbikarinn einu sinni.

„Þetta verður síðasta tímabilið mitt hjá Manchester City. Ég held að eftir tíu ár sé frábær tímapunktur til þess að breyta til," segir Silva.

„Ég er orðinn 33 ára gamall og vill fara að sinna fjölskyldunni meira."

Hann útilokar þó að hann muni leggja skóna á hilluna. Það eina sem hann útilokar er að spila í Kína.
Athugasemdir
banner
banner