Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kroos telur að Sane fari ekki til Bayern
Mynd: Getty Images
Toni Kroos telur ekki að Leroy Sane sé á leið til Þýskalandsmeistara Bayern München.

Kroos er fyrrum leikmaður Bayern, en hann er í dag hjá Real Madrid. Hann er samherji Sane hjá þýska landsliðinu.

Þýskalandsmeistararnir vilja ólmir fá Sane en þeir eru að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að Franck Ribery og Arjen Robben hurfu á braut.

„Það er tilfinning mín að þessi félagaskipti munu ekki eiga sér stað," sagði Kroos við Bild. „Frá sjónarhorni Man City þá myndi ég ekki leyfa honum að fara eða gera hann að dýran að áhugi Bayern minnki."

Kroos bendir jafnframt á það að Bayern er í góðum málum hvað varðar kantmenn. Hjá félaginu eru Kingsley Coman og Serge Gnabry.

Sane er 23 ára og var hann að klára sitt þriðja tímabil hjá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner