mið 26. júní 2019 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Fram vann með 10 menn og þjálfara í stúkunni
Topplið Fram
Fram er á toppnum í Inkasso-deildinni.
Fram er á toppnum í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Már gerði sigurmarkið.
Már gerði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 1 Þróttur R.
0-1 Daði Bergsson ('4 )
1-1 Helgi Guðjónsson ('60 )
2-1 Már Ægisson ('90 )
Rautt spjald: Frederico Bello Saraiva, Fram ('62)
Lestu nánar um leikinn

Fram er komið á topp Inkasso-deildarinnar eftir sigur á Þrótti Reykjavík í kvöld.

Leikurinn var í Safamýri, en það voru gestirnir í Þrótti sem komust yfir eftir aðeins fjórar mínútur. Daði Bergsson skoraði er hann slapp einn í gegn.

Öflug byrjun hjá Þrótturum og þeir leiddu 1-0 í hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks var Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, sendur upp í stúku fyrir kjaftbrúk.

„Ennþá 0-1 fyrir Þrótt en þeir hafa verið betri í leiknum. Framarar virðast ekki hafa komið inn í leikinn með mikið sjálfstraust en þeir eru hræddir við að taka skot og leita alltaf að betra færi og missa oftast við það boltann," skrifaði Baldvin Pálsson, okkar maður á vellinum, í leikhléi.

Fram byrjaði vel í seinni hálfleik og tókst heimamönnum að jafna þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Hinn efnilegi Helgi Guðjónsson skoraði þá eftir mistök í vörn Þróttar. Helgi með sitt sjötta deildarmark í sumar og er hann næstmarkahæstur á eftir Alvaro Montejo í Þór.

Stuttu eftir markið fékk Fred Saraiva, leikmaður Fram, að líta rauða spjaldið eftir árekstur við Arnar Darra, markvörð Þróttar. Jón Þórir var ekki sáttur í stúkunni.

En viti menn, þrátt fyrir að vera með 10 leikmenn inn á og þjálfara í stúkunni, þá tókst Fram að vinna leikinn. Már Ægisson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Seiglusigur hjá Fram.

Með þessum sigri fer Fram upp fyrir Þór og Fjölni í toppsæti deildarinnar. Fram að koma á óvart. Þór og Fjölnir mætast á laugardag. Þróttur er í áttunda sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner