Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 26. júní 2019 22:29
Baldvin Pálsson
Jón Þórir: Ég sparkaði í brúsastand
Jón Þórir kominn í bann en ánægður með dramatískan sigur
Jón Þórir Sveinsson.
Jón Þórir Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net
Jón Þórir þjálfari Fram var að vonum ánægður með sína menn sem náðu í dramatískan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Þrótti í Safamýrinni í kvöld. Jón þarf þó að vera í stúkunni í næsta leik þar sem hann fékk rautt eftir að hafa sparkað í brúsa stand á hliðarlínunni.

Fram var 0-1 undir í hálfleik en Helgi Guðjónsson og Már Ægisson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Þróttur R.

Hvert er þitt mat á leiknum?

„Þeir komu grimmir inn, náðu einu marki snemma og við vorum ekki alveg tilbúnir og byrjuðum leikinn illa. Svo unnum við okkur hægt og rólega inn í leikinn og fengum færinn og á endanum stóðum við uppi sem sigurvegarar sem mér finnst verðskuldað"

Hvað finnst þér um rauða spjaldið sem þú fékkst?

„Ég var orðinn ansi pirraður og höndlaði það illa, sparkaði í brúsa stand og það var greinilega tilefni fyrir rautt spjald. Ég hefði kannski átt að sparka í vesti eða bolta en þetta voru mín mistök og ég verð að taka því."

Svo fékk Fred líka rautt, hvað fannst þér um það?

„Það fannst mér aldrei vera rautt, hann fór vissulega í hann en markmaðurinn var búinn að sparka boltanum þegar Fred lendir á honum og hann var alls ekkert að reyna að tækla hann. Fyrir mér var þetta aldrei rautt spjald en það voru ekki einu misstökin sem hann gerði í þessum leik"

Næsti leikur er á Akureyri, ertu að búast við þremur stigum þar?

„Það verður mjög erfitt að sækja þau, Þór er með mjög gott lið. Eins og með alla leiki í deildinni þá geturðu unnið og tapað en markmiðið er alltaf að vinna. Við ætlum ekki alla leið norður nema til að ná í þrjú stig en það verður erfitt verkefni og við verðum að vera tilbúnir í það"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner