Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júní 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Terry um Lampard: Enginn betri fyrir Chelsea
Lampard og Terry.
Lampard og Terry.
Mynd: Getty Images
John Terry telur að það sé enginn betri til að taka við Chelsea en Frank Lampard. Þeir voru samherjar hjá Chelsea í 13 ár.

Lampard var að klára sitt fyrsta tímabil sem knattspyrnustjóri Derby í Championship-deildinni og var hann nálægt því að koma liðinu upp í gegnum umspilið.

En nú kallar Chelsea, félagið þar sem hann gerði garðinn frægann sem leikmaður. Derby hefur gefið Chelsea grænt ljós til að ræða við Lampard.

„Eftir tímabilið sem hann átti með Derby og þar sem Chelsea er í félagskiptabanni þá er enginn betri en Frank til að ná árangri hjá Chelsea," sagði Terry, sem er í dag aðstoðarstjóri Aston Villa, við Daily Mail.

„Þetta er fullkomin tímasetning fyrir hann og félagið. Frank var undir pressu að ná árangri þegar hann kom sem leikmaður til Chelsea. Hann bognaði ekki undan henni þá og varð besti leikmaður í sögu Chelsea."

„Lamps er goðsögn og þetta er rétti tímapunkturinn fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner