Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júní 2019 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Snæfell vann toppslag B-riðils - Jafnt í D-riðlinum
Snæfell vann toppslaginn í B-riðli.
Snæfell vann toppslaginn í B-riðli.
Mynd: Snæfell
Úr leik hjá Ægi í sumar. Ægir er á toppnum í D-riðli.
Úr leik hjá Ægi í sumar. Ægir er á toppnum í D-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru leikir í B-riðli og C-riðli 4. deildar karla í kvöld. Það voru toppslagir í báðum riðlum.

B-riðill:
Snæfell og Hvíti riddarinn áttust við í toppslagnum í B-riðli. Úr varð hörkuleikur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en snemma í seinni hálfleik komst Snæfell yfir úr víti. Eiríkur Þór Bjarkason jafnaði fljótlega, en Snæfell komst aftur yfir á 72. mínútu. Snæfell komst í 3-1 á 74. mínútu. Eiríkur Þór skoraði annað mark sitt þegar lítið var eftir, en það dugði ekki og 3-2 sigur Snæfells staðreynd. Snæfell er á toppnum með 19 stig, Hvíti riddarinn er með 16 stig. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn.

KB, Knattspyrnufélag Breiðholts, fór upp í fjórða sæti riðilsins með 10-0 sigri á Afríku. Afríka er án stiga og með markatöluna 0:54 eftir sjö leiki. KB er með 12 stig. Íþróttafélag Hafnarfjarðar, ÍH, vann þá 4-1 sigur gegn KM. ÍH er með sex stig og KM þrjú stig.

KM 1 - 4 ÍH
0-1 Hilmar Ástþórsson ('57, víti)
1-1 Markaskorara vantar ('62)
1-2 Ari Magnús Þorgeirsson ('72)
1-3 Sigurður Þór Kjartansson ('85)
1-4 Eiríkur Viljar H Kúld ('95)

Snæfell 3 - 2 Hvíti riddarinn
1-0 Milos Janicijevic ('51, víti)
1-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('54)
2-1 Carles Martinez Liberato ('72)
3-1 Marius Ganusauskas ('74)
3-2 Eiríkur Þór Bjarkason ('88)
Rautt spjald: Uros Mladenovic, Snæfell ('90)

KB 10 - 0 Afríka
Mörk KB: Kjartan Andri Baldvinsson 3, Kristján Hermann Þorkelsson 2, Daníel Dagur Bjarmason, Eiður Bragi Benediktsson, Arnar Freyr Tómasson, Aakash Gurung, sjálfsmark.

D-riðill:
Í D-riðli var einnig toppslagur. Ægir og Elliði mættust í eina leik kvöldsins í riðlinum. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn og þau voru það einnig eftir leikinn því niðurstaðan var jafntefli. Pétur Óskarsson kom Elliða yfir áður en Goran Potkozarac jafnaði fyrir heimamenn. Bæði lið eru með 14 stig eftir sex leiki, en Ægir er á toppnum á markatölu.

Ægir 1 - 1 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('68)
1-1 Goran Potkozarac ('79)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner