fim 27. júní 2019 10:26
Elvar Geir Magnússon
Gömul frétt vekur athygli - Björn Jóns umvafinn stórstjörnum
Björn Jónsson hætti í fótbolta 24 ára.
Björn Jónsson hætti í fótbolta 24 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaáhugamaðurinn Hafsteinn Árnason rifjar upp frétt á Fótbolta.net frá 2007 á Twitter en þessi gamla frétt hefur vakið mikla athygli.

Björn Jónsson, þá leikmaður U17 landsliðs Íslands, var valinn í 20 manna úrvalslið Evrópumótsins í Belgíu. Björn var þá leikmaður Heerenveen í Hollandi en ÍA er hans uppeldisfélag.

Í þessu úrvalsliði má finna mörg heimsþekkt nöfn í dag, eins og Gini Wijnaldum, David de Gea, Toni Kroos og Eden Hazard.

Hæfileikar Björns voru ótrúlega miklir en ferill hans náði engan veginn þeim hæðum sem vonast var eftir. 2011 gekk hann í raðir KR þar sem meiðsli gerðu honum erfitt fyrir. Hann hætti í fótbolta 24 ára gamall en síðasti leikur hans var með Kára á Akranesi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner