Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. júní 2019 11:07
Arnar Daði Arnarsson
Everton sagt vilja kaupa Zouma frá Chelsea
Zouma fagnar hér marki Everton.
Zouma fagnar hér marki Everton.
Mynd: Getty Images
Lið landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðarssonar, Everton vill kaupa miðvörðinn Kurt Zouma frá Chelsea en hann lék með Everton á síðustu leiktíð á láni.

Frakkinn, lék 32 leiki með Everton á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann á láni hjá Stoke. Því er haldið fram að hann vilji sjálfur vera áfram hjá Everton en hann hefur fengið fá tækifæri hjá Chelsea síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2014.

Evert­on er sagt þurfa að greiða allt að 30 millj­ón­ir punda fyr­ir Zouma. Zouma gæti verið annar leikmaðurinn sem félagið kaupir í sumar sem lék á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Í vik­unni keypti félagið portú­galska miðju­mann­in­um André Gomes frá Barcelona fyr­ir 22 millj­ón­ir punda.

Það er í hönd­um nýs knatt­spyrn­u­stjóra Chel­sea að samþykkja sölu Zouma til Evert­on en lík­legt er að Frank Lamp­ard verði ráðinn næsti stjóri Chel­sea á næstu dög­um.
Athugasemdir
banner
banner
banner