Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. júní 2019 14:25
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn orðaður við Rubin Kazan
Mynd: Eyþór Árnason
Rússneskir fjölmiðlar segja Rubin Kazan hafa áhuga á að festa kaup á Viðari Erni Kjartanssyni, sóknarmanni Rostov sem er hjá Hammarby að láni í sumar.

Viðar var keyptur til Rostov síðasta haust eftir að hafa raðað inn mörkunum með Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Hann fékk ekki mörg tækifæri til að ná sér á strik í Rússlandi og var að lokum lánaður til Hammarby.

Þar er hann búinn að spila alla tólf deildarleiki tímabilsins og hefur skorað fimm sinnum. Hann hefur skorað fjórðung marka Hammarby í deildinni og er liðið í sjöunda sæti, fimm stigum frá Evrópusæti með leik til góða. Þá er Viðar einnig búinn að leggja þrjú mörk upp.

Rubin Kazan endaði í 11. sæti rússnesku deildarinnar í vor, átta stigum frá fallsvæðinu. Liðið er á svipuðu reiki og núverandi félag Viðars, FK Rostov.
Athugasemdir
banner
banner