Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. júlí 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Preston samþykkir tilboð Sheffield United í Robinson
Callum Robinson er á leið til Sheffield United
Callum Robinson er á leið til Sheffield United
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Preston North End hefur samþykkt tilboð í írska framherjann Callum Robinson. Preston nefnir ekki félagið í yfirlýsingu sinni en enskir miðlar fullyrða að Sheffield United er næsti áfangastaður leikmannsins.

Robinson er 24 ára gamall og er uppalinn hjá Aston Villa en hann var lánaður tvisvar til Preston og einu sinni til Bristol City áður en Preston ákvað að gera þriggja ára samning við hann árið 2016.

Hann gerði 13 mörk í 36 leikjum fyrir Preston í B-deildinni á síðustu leiktíð og tókst að heilla mörg félög en Aston Villa, Norwich CIty og Sheffield United hafa öll sýnt honum áhuga.

Preston staðfesti á heimasíðu sinni í dag að félagið væri búið að samþykkja tilboð í leikmanninn frá ónefndu ensku úrvalsdeildarfélagi en ensku miðlarnir greina frá því að umrætt félag er Sheffield United.

Hann er þessa stundina í æfingabúðum með írska landsliðinu en heldur nú til Sheffield í læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner