Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. júlí 2019 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Alsír í undanúrslit eftir vítakeppni
Sofiane Feghouli skoraði fyrir Alsír
Sofiane Feghouli skoraði fyrir Alsír
Mynd: Getty Images
Alsír 1 - 1 Fílabeinsströndin (5-4 eftir vítakeppni)
1-0 Sofiane Feghouli ('20 )
1-1 Jonathan Kodija ('62 )

Alsír er komið í undanúrslit Afríkukeppninnar í Egyptalandi eftir að hafa sigrað Fílabeinsströndina í vítakeppni í kvöld.

Max Gradel kom inn í byrjunarlið Fílabeinsstrandarinnar og byrjaði hann svo sannarlega með látum. Hann átti gott skot sem Rais M'Bolhi varði meistaralega í stöng.

Sofiane Feghouli kom Alsír yfir á 20. mínútu. Ramy Bensebaini átti þá fyrirgjöf inn í teiginn og átti Feghouli í engum vandræðum með að koma boltanum í netið.

Alsír fékk vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks er Sylvain Gbohouo tók niður Baghdad Bounedjah innan teigs. Bonuedjah fór sjálfur á punktinn en skaut í slá og yfir markið.

Jonathan Kodija átti skot í slá nokkrum mínútum síðar en þegar hann fékk annað tækifæri á 62. mínútu þá ákvað hann að nýta það en Wilfried Zaha lagði upp markið.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir framlengingu og því fór leikurinn í vítakeppni. Wilfried Bony og Serey Die reyndust skúrkarnir hjá Fílabeinsströndinni. Bony lét verja frá sér en Die skaut í stöng og Alsír því í undanúrslit,
Athugasemdir
banner
banner
banner