Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 11. júlí 2019 22:47
Baldvin Pálsson
Óskar Hrafn: Þurfum að halda okkur á jörðinni
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gróttumenn fóru í heimsókn til Hauka á Ásvelli í kvöld í 11. umferð Inkasso deildar karla.
Grótta kom inn sem sterkari aðilinn en leikurinn endaði á 2-2 jafntefli eftir skemmtilegan og dramatískan leik.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, byrjuðum ágætlega og hefðum geta gert meira í byrjun en seinni hluti leiksins var mjög erfiður á móti mjög öflugu Hauka liði sem er betra heldur en stigataflan gefur til kynna." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu eftir leikinn en Grótta situr núna í 2. sæti deildarinnar með 21 stig.

Gróttumenn pressuðu hátt og spiluðu vel á milli sín allan leikinn. Þeir stjórnuðu í raun miðjunni mestan hluta leiksins.
„Við reynum það yfirleitt að halda boltanum niðri. Viljum frekar vera með boltann og koma honum hátt upp völlinn og það gekk ágætlega að sumu leyti en stundum vorum við svolítið tættir. Hefðum getað verið skynsamari í seinni hluta seinni hálfleiks."

Grótta er enn í toppbaráttunni aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem sitja á toppnum.
„Við erum í forréttindastöðu og erum nálægt toppnum. Ég held að menn þurfi bara að passa sig á því að njóta þess, Hauka liðið er gott og það er fínt að ná í stig hér. Gaman að liðið geti barist um eitthvað á seinni hluta mótsins, þurfum bara að passa að halda okkur á jörðinni og mæta klárir á móti Þrótti. Aftur mjög erfiður leikur á móti frábæru Þrótta liði á þriðjudaginn, tökum núna tvo útileiki í röð og þurfum að koma okkur í gegnum þá. Þessi deild er bara erfið og það eru allir leikir erfiðir."
Athugasemdir
banner
banner