Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. júlí 2019 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: Mías tryggði KH sigur
Mynd: KH
KH 1 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Mías Ólafarson ('80 )

Lokaleikur í 11. umferð 3. deildar karla fór fram á Valsvellinum í kvöld þegar KH tók á móti Hetti/Hugin.

KH var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar en gestirnir voru í 9. sæti.

Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í leik kvöldsins. Það skoraði varamaðurinn Mías Ólafarson þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Markið er gífurlega dýrmætt fyrir KH sem er nú komið af botninum og jafnar Augnablik að stigum. KH er nú í 11. sæti, með lakari markatölu en Augnablik sem er í því 10. Skallagrímur vermir nú botnsætið.

Þetta var annar sigur KH í röð og á sama tíma annar sigur liðsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner