Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 11. júlí 2019 23:03
Baldvin Pálsson
Búi Vilhjálmur: Áttum skilið meira eftir seinni hálfleik
Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka
Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net
Haukar tóku á móti Gróttu í skemmtilegu 2-2 jafntefli í Hafnarfirðinum í kvöld. Þetta var 11. umferð Inkasso deildar karla og sitja Haukar áfram í 9. sæti

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

Haukar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hefðu getað fengið meira úr leiknum.
„ Miðað við hvernig Grótta er búið að vera í sumar þá er maður kannski sáttur með stigið en mér fannst við verðskulda meira í seinni hálfleik." Sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka eftir leikinn.

„Ef að dómgæslan hefði aðeins fallið með okkur þá hefðum við kannski getað bætt einu við."

Nokkrir umdeildir dómar voru í leiknum. Aron Freyr Róbertsson, leikmaður Hauka, var felldur niður af markmanni Gróttu snemma í leiknum.
„ Þetta var klárlega víti, hann kemur við hann. Þetta er bara víti og ekkert flóknara en það."

Búi fékk svo sjálfur gult spjald á 85. mínútu.
„Það sparkar einhver eða lemur einhver í varamannaskýlið og þeir dæma bara spjald á mig fyrir það. Ég stóð bara þarna allan tímann"

Næsti leikur Hauka er á Ólafsvík á móti Víkingi Ó.
„Þurfum bara að hafa meiri trú á okkur spilalega séð, strax og við byrjum að spila boltanum þá erum við klárlega betri en þeir hérna á vellinum. Kannski meiri trú á sjálfum okkur."
Athugasemdir
banner