Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. júlí 2019 11:00
Fótbolti.net
Of miklar kröfur á markahæsta leikmann Pepsi Max?
Sandra Mayor er markahæst í Pepsi Max eftir 9 umferðir
Sandra Mayor er markahæst í Pepsi Max eftir 9 umferðir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sandra Stephany Mayor er markahæst í Pepsi Max deild kvenna nú þegar deildin er hálfnuð. Sandra hefur skorað 10 mörk í fyrstu 9 umferðunum en hefur þrátt fyrir það fengið gagnrýni fyrir sína frammistöðu í sumar.

Smelltu hér til að hlusta á Heimavöllinn

„Þegar þú ert búin að setja standardinn svona hátt fyrir sjálfa þig eins og hún er búin að gera síðustu ár þá ætlast maður til þess af henni,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir á Heimavellinum.

„Mér fannst hún núna í byrjun móts, og þennan fyrri hluta búin að vera að spila undir getu. Það er fáránlegt að vera að segja þetta og svo er hún markahæst, en það er engu að síður mín skoðun því mér finnst hún ekki jafn góð og hún hefur verið.“

Spilamennska Söndru undanfarin ár hefur skapað miklar væntingar um frammistöðu hennar á vellinum. Hulda Mýrdal vill sjá meira frá henni í leikjunum gegn liðunum í toppsætunum.

„Hún hefur étið þessa stóru leiki undanfarin ár og maður vill sjá hana bera af í þeim líka, og sjá meira af henni. Hún er svo geggjuð í fótbolta.“

„Það hafa komið móment þar sem hún hefur virst vera í fýlu inná vellinum og eitthvað sem maður er að vona að hún nái að snúa betur með sér og í jákvæðari farveg, en tölurnar ljúga ekki stelpur. Hún er markahæst,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Og hún er mannleg!“ bætti Hulda Mýrdal svo við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner