fös 12. júlí 2019 14:30
Fótbolti.net
Komið á óvart hve margar ungar eru í stórum hlutverkum
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur komið sterk til baka eftir frí frá knattspyrnuiðkun
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur komið sterk til baka eftir frí frá knattspyrnuiðkun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar Fríða (Hólmfríður Magnúsdóttir) kom til baka þá hélt ég að hún myndi bara koma rólega til baka. Hún er náttúrulega nýbúin að eignast barn og það hefur komið mér á óvart hvað hún hefur komið sterk inn í þetta. Þvílíkur kraftur og hún dregur vagninn fyrir Selfoss. Maður ætlaði ekkert að gera neinar kröfur á það. Þær eru komnar í 4. sætið,“ sagði Hulda Mýrdal á Heimavellinum þegar rætt var um hvað og hverjar hefðu komið á óvart í fyrri hluta Pepsi Max deildarinnar.

Mist Rúnarsdóttir tók undir með Huldu.

„Sammála. Þegar ég sá hana í leiknum gegn Fylki tók hún 90 mínútur og hún var að stinga Árbæjarunglinga af á 90. mínútu.“

„Það er tvennt sem hefur komið mér á óvart“, sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, gestur Heimavallarins. „Það hefur komið mér á óvart hvað Þór/KA er langt frá Val og Breiðablik. Ég spáði þeim svo sem í 3. sæti en engu að síður þá bjóst ég við meiri samkeppni frá þeim.“

„Svo hefur komið mér á óvart hvað eru margir ungir leikmenn, mjög ungir, að spila stór hlutverk í sínum liðum. Og eru að stíga upp í það. Stelpur fæddar 2001, 2002 og 2003.“


„Er það jákvætt? Hvar eru gömlu konurnar? spurði Mist Rúnarsdóttir þá en umræða hefur skapast að undanförnu um aldursdreifingu leikmanna í deildinni og því velt upp af hverju það séu ekki fleiri eldri leikmenn að spila.

„Ég held það sé bara á báða bóga,“ svaraði Bára. „Ég held það séu að koma upp ákveðin kynslóðaskipti hjá konunum eins og hjá körlunum. Það er þessi knattspyrnuhallakynslóð. Það eru kannski bara meiri gæði í þeim fyrr. Það er eflaust bara jákvætt en svo vill maður auðvitað halda deildinni jafnari. Valur og Breiðablik eru náttúrulega langefst. En Breiðablik varð auðvitað Íslandsmeistari í fyrra með næstyngsta liðið í deildinni þannig að þetta hlýtur að vera gott fyrir framtíðina.“

Smelltu hér til að hlusta á Heimavöllinn



Athugasemdir
banner
banner
banner