fös 12. júlí 2019 09:34
Magnús Már Einarsson
Aston Villa að kaupa Luiz og Engels
Douglas Luiz.
Douglas Luiz.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Aston Villa er á fullu að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil og félagið er nú nálægt því að fá þá Douglas Luiz og jJorn Engels í sínar raðir.

Douglas er 21 árs gamall en hann er að koma til Aston Villa frá Manchester City á 15 milljónir punda. Douglas hefur aldrei spilað fyrir City en hann hefur verið í láni hjá Girona á Spáni undanfarin tvö tímabil.

Engels er belgískur miðvörður en Aston Villa vonast til að kaupa hann frá Reims í Frakklandi á sjö milljónir punda.

Nýliðar Aston Villa hafa nú þegar fengið sjö nýja leikmenn í sumar fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Ezri Konsa kom frá Brentford í vikunni, Jota er kominn frá Birmingham, Wesley frá Club Brugge, Kortney Hause frá Wolves, Anwar El Ghazi frá Lille, Matt Targett frá Southampton og Tyrone Mings frá Bournemouth en hann var á láni hjá Villa á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner