Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 12. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Aron Jóhanns: Þakklátur fyrir tækifærið
Mynd: Twitter
„Ég er mjög ánægður með að vera hér og er þakklátur fyrir tækifærið sem félagið gefur mér að spila fótbolta aftur, komast á völlinn og spila leiki," sagði Aron Jóhannsson eftir að hann samdi við sænska félagið Hammarby í gær.

Aron er kominn til Svíþjóðar eftir að hafa verið hjá Werder Bremen í Þýskalandi undanfarin ár en þar settu meiðsli strik í reikninginn hjá honum.

„Það eru blendnar tilfinningar þegar ég tala um tíma þar. Ég elskaði að vera þar og þetta er ein besta deild í heimi. Ég spilaði vanalega þegar ég var heill heilsu og spilaði vel. Þegar ég horfi til baka var gott að fá tækifærið þar og vonandi fæ ég það aftur."

Aron er heill heilsu í augnablikinu og stefnir á að byrja að spila með Hammarby eins fljótt og hægt er.

„Ég er að koma til baka eftir sumarfrí núna sem er eitthvað sem sænsku liðin eru ekki með. Ég þarf að leggja hart að mér og það er eitthvað sem ég gt gert. Ég legg alltaf hart að mér og ég þarf að koma hingað, leggja hart að mér og vera klár þegar kallið kemur."

Aron á að fylla skarð Viðars Kjartanssonar hjá Hammarby en lánssamningur Viðars frá Rostov rennur út í næstu viku.

Lengra viðtal við Aron er á heimasíðu Hammarby.

Athugasemdir
banner
banner
banner