Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. júlí 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
KR ekki fengið fyrirspurn í Björgvin Stefáns
Björgvin í leik gegn KR í sumar.
Björgvin í leik gegn KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur ekki ennþá fengið fyrirspurn í framherjann Björgvin Stefánsson en þetta segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í vikunni eru KR-ingar að kaupa framherjann Kristján Flóka Finnbogason frá Start.

Í kjölfarið hafa Víkingar sýnt áhuga á að fá Björgvin á láni en engin fyrirspurn hefur þó komið í Björgvin ennþá.

„Það hefur engin fyrirspurn komið í Björgvin Stefánsson. Eins og staðan er hjá okkur þá ætluðum við að næla okkur í leikmann og það er ekki á kostnað þess að annar fari," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag.

KR missti Alex Frey Hilmarsson í meiðsli út tímabilið fyrr í þessum mánuði og ákvað þá að skoða leikmannamarkaðinn.

Björgvin er búinn að afplána fimm leikja bann í Pepsi Max-deildinni og verður löglegur með KR á nýjan leik gegn Stjörnunni um aðra helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner