Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 12. júlí 2019 13:17
Magnús Már Einarsson
Antoine Griezmann í Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Stærstu kaup sumarsins til þessa í Evrópuboltanum hafa litið dagsins ljós en Barcelona hefur keypt Antoine Griezmann frá Atletico Madrid á 120 milljónir evra (108 milljónir punda).

Griezmann var með 120 milljón evra riftunarverð í samningi sínum sem Barcelona borgaði en félagaskiptin hafa legið í loftinu í sumar.

Griezmann skrifaði undir fimm ára samning við Barcelona en riftunarverðið í samningi hans er nú 800 milljónir evra!

Hinn 28 ára gamli Griezmann hefur leikið með Atletico Madrid síðan árið 2014 og skorað 94 mörk í 180 leikjum.

Griezmann er franskur landsliðsmaður en hann gekk ungur í raðir Real Sociedad áður en Atletico Madrid keypti hann.

Barcelona hefur einnig verið að kanna möguleika á að kaupa Neymar aftur frá PSG en liðið gæti þá stillt upp Lionel Messi, Luis Suarez, Griezmann og Neymar öllum saman upp í sóknarlínu sinni næsta vetur.

Athugasemdir
banner
banner