Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. júlí 2019 13:51
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Get ekki sagt til um það hvort Flóki fari í KR eða FH
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að félagið hafi reynt að fá Kristján Flóka Finnbogason framherja Start í sínar raðir.

Kristján Flóki er uppalinn hjá FH en hann er að öllum líkindum á leið í KR eins og Fótbolti.net greindi frá í vikunni.

„Við höfum talað við Flóka og höfum áhuga á honum enda er hann gríðarlega öflugur leikmaður„" sagði Ólafur í viðtali á Facebook síðu FH í dag.

„Það eru miklar sögusagnir í gangi út um allan bæ og ég veit ekki hvort það eru gróusögur eða hvað. Flóki er samningsbundinn Start af því ég best veit en hann er fengur fyrir sama hvaða lið það er."

„Ég get ekki sagt til um það hvort hann fari í KR eða FH. Flóki veit hvernig hans mál eru."

„Við höfum sýnt áhuga en það kemur alltaf að leikmanninum að velja og hafi hann eitthvað annað þá er valið á milli tveggja eða fleiri. Menn hafa sínar forsendur til að velja en það er áhugi fyrir hendi hjá okkur. Það er engin spurning."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf í heild en FH mætir ÍBV í Pepsi Max-deildinni á morgun.


Athugasemdir
banner
banner