Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. júlí 2019 16:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnar Viðars og Óskar Hrafn í útvarpinu á morgun
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á sínum stað á X977 klukkan 12:00 á morgun laugardag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands og yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, verður í viðtali.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, verður í viðtali en hann er þjálfari fyrri umferðar í Inkasso-deildinni. Grótta er í 2. sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina.

Þá verður að sjálfsögðu rætt um Pepsi Max-deildina, Evrópuleikina í vikunni og margt fleira.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner