Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. júlí 2019 18:30
Oddur Stefánsson
Bestur í 11. umferð - Við getum haldið áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skotinn Kenneth Hogg sem leikur með Njarðvík er leikmaður 11. umferð Inkasso deild karla. Kenneth skoraði tvö gegn Víking Ólafsvík í 3 - 0 sigri.

Sjá einnig
Úrvalslið Inkasso í umferðum 1-11

„Við höfum verið góðir gegn Víkingi áður og við höfðum mikla trú að við gætum unnið þennan leik. Við breyttum uppstillingu og vorum mun sókndjarfari en áður sem hjálpaði okkur. Auk þess erum við að fá bæði nýja leikmenn og leikmenn að komast aftur í 100 prósent stand."

Kenneth lék allan leikinn gegn Víkingi frá Ólafsvík og átti stóran þátt í sigrinum.

„Ég held að þetta hafi ekki bara verið besti leikur minn á tímabilinu heldur líka bara besti leikur liðsins. Þetta er besti liðsleikur sem við höfum leikið og við sýndum frábæra samstöðu."

Kenneth er 28 ára gamall og gekk til liðs við Njarðvík frá Tindastól fyrir síðustu leiktíð.

Það hefur verið mikil lægð hjá Njarðvík upp á síðkastið og hafa þeir bætt aðeins við sig leikmönnum í glugganum meðal annars sóknarmaðurinn Ivan Prsalko.

„Hann hefur staðið sig vel síðan hann kom og hefur sýnt mikil gæði í síðustu tveim leikjum. Það var gott að spila frammi í þessum leik eftir að hafa verið hægra megin á miðjunni á síðustu vikum. Ég og Ivan náum vel saman og held að við getum haldið áfram að skila úrslitum."

Njarðvík er með 10 stig í 10. sæti deildarinnar eftir að hafa byrjað tímabilið að miklum krafti.

„Ef við náum að halda hópnum heilum þá held ég að við getum lagað stöðu okkar í deildinni. Við erum miklu betur staddir sem hópur núna en við tökum einn leik í einu."

Sjáðu einnig
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)


Athugasemdir
banner
banner