Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. júlí 2019 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool skoðar liðsfélaga Arnórs og Harðar
Arnór Sigurðsson, Fedor Chalov og Hörður Björgvin Magnússon fagna marki gegn Real Madrid
Arnór Sigurðsson, Fedor Chalov og Hörður Björgvin Magnússon fagna marki gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á að fá rússneska framherjann Fedor Chalov frá CSKA Moskvu.

Chalov er 21 árs gamall og þykir mesta efni Rússlands um þessar mundir en hann fór mikinn með CSKA Moskvu á síðasta tímabili.

Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Arsenal, Manchester United, Manchester City, Tottenham Hotspur, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Sevilla en nú virðist Liverpool vera komið í myndina.

Liverpool hefur hugsað sér að fá sóknarsinnaðan mann í stað Daniel Sturridge sem varð samningslaus um mánaðarmótin.

Chalov hefur skorað 27 mörk í 65 leikjum en hann framlengdi samning sinn við CSKA til ársins 2022 í janúar.

Hann er falur fyrir 20 milljónir punda en hann skoraði meðal annars í 3-0 sigrinum á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í desember.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru liðsfélagar Chalov hjá CSKA Moskvu sem hafnaði í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner