Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. júlí 2019 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Pogba vildi ekki tjá sig við fjölmiðla
Paul Pogba í leiknum gegn Perth Glory í dag
Paul Pogba í leiknum gegn Perth Glory í dag
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United á Englandi, vildi lítið sjá sig um framtíð sína eftir 2-0 sigur liðsins á Perth Glory í fyrsta æfingaleik tímabilsins.

Það er ekkert launungarmál að Pogba vill yfirgefa herbúðir United en Juventus og Real Madrid hafa sýnt honum mikinn áhuga.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur greint frá því að leikmaðurinn vilji fara frá félaginu en United ætlar ekki að gefa sig í baráttunni og hefur sett háan verðmiða á franska landsliðsmanninn.

Félagið vill 180 milljónir punda en Juventus og Real Madrid eru ekki reiðubúin að borga þá upphæð.

Pogba vildi lítið tjá sig við fjölmiðla eftir leikinn gegn Perth Glory en hann lék síðari hálfleikinn.

„Við þurfum ekki að ræða þetta. Af hverju þarf þess?" sagði Pogba.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner