Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. júlí 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Griezmann: Hlakka til að spila með Messi
Antoine Griezmann er genginn í raðir Barcelona
Antoine Griezmann er genginn í raðir Barcelona
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er spenntur fyrir að því að hefja æfingar með spænska félaginu Barcelona en hann gekk í raðir Börsunga á dögunum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um félagaskipti Griezmann frá Atlético Madrid til Barcelona.

Félögin eru í harðri baráttu en Barcelona greiddi 120 milljónr evra fyrir Griezmann. Atlético heldur því þó fram að Barcelona skuldi 80 milljónir evra þar sem klásúlan var ekki virk fyrr en 1. júlí.

Atlético heldur því fram að Griezmann hafi samið við Barcelona fyrir þann tíma en Griezmann er ekki mikið að velta sér upp úr því og getur hann ekki beðið eftir að æfa með argentínsku stórstjörnunni Lionel Messi.

„Ég get ekki beðið eftir að sjá Messi æfa á hverjum degi. Það verður ótrúlegt að fá að spila með honum," sagði Griezmann.

„Ég get ekki beðið eftir því að hitta nýju liðsfélagana, þjálfarann og að spila á Nou Camp. Vonandi get ég unnið fullt af titlum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner