Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. júlí 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Zidane lést á föstudag
Zinedine Zidane þurfti að yfirgefa æfingabúðir Real Madrid á föstudag
Zinedine Zidane þurfti að yfirgefa æfingabúðir Real Madrid á föstudag
Mynd: Getty Images
Farid Zidane, bróðir Zinedine Zidane, er látinn en spænska félagið Real Madrid staðfesti þessar fregnir í gær.

Zidane, sem þjálfar Real Madrid, þurfti að yfirgefa æfingabúðir liðsins í Montreal á föstudag vegna persónulegra ástæðna.

Farid Zidane, bróðir franska þjálfarans, lést eftir langvarandi veikindi og fékk Zinedine því leyfi frá félaginu til að fara heim.

Enzo Zidane, sonur Zinedine, fékk einnig að yfirgefa æfingabúðir Racing Santander en hann er á láni frá Real Madrid.

Það var mínútuþögn á æfingu Real Madrid í gær. David Bettoni mun þjálfa Madrídinga á meðan Zinedine syrgir bróður sinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner