Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 14. júlí 2019 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Atlético Madrid blandar sér í baráttuna um James
Verður James áfram í Madríd?
Verður James áfram í Madríd?
Mynd: Getty Images
Atlético Madrid er komið í baráttuna um kólumbíska sóknartengiliðinn James Rodriguez eftir því sem spænska blaðið MARCA kemst næst.

Ítalska félagið Napoli hefur verið í viðræðum við Real Madrid um James síðustu vikur en þær ganga illa og hefur Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, viðurkennt að enn sé langt í land.

Rodriguez var á tveggja ára láni hjá Bayern München frá Real Madrid en bað þýska félagið um að nýta ekki kaupréttinn.

Spænska blaðið MARCA heldur því nú fram að Atlético Madrid sé komið í baráttuna um James en félagið er tilbúið að eyða eftir að hafa selt Antoine Griezmann til Barcelona á 120 milljónir evra.

Diego Simeone vill ólmur fá hann til Atlético og myndi það henta James vel enda hefur hann komið sér vel fyrir í Madríd.
Athugasemdir
banner
banner
banner