Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. júlí 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Coutinho: Boltinn er hjá Liverpool
Philippe Coutinho er opinn fyrir þvi að fara aftur til Liverpool
Philippe Coutinho er opinn fyrir þvi að fara aftur til Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gæti fengið Philippe Coutinho frá Barcelona ef marka má ummæli Kia Joorabchian.

Joorabchian er umboðsmaður Coutinho en brasilíski leikmaðurinn fór frá Liverpool til Barcelona fyrir metfé í janúar árið 2018.

Ferillinn hans hjá Barcelona fór vel af stað og gerði hann góða hluti á fyrsta tímabilinu en hann var hins vegar farþegi í liðinu á síðasta tímabili.

Barcelona hefur verið að styrkja lið sitt í sumar og hefur þegar fengið Antoine Griezmann og Frenkie De Jong inn og þá gæti félagið bætt enn frekar við sig en Neymar er orðaður við Börsunga.

Samkvæmt spænsku miðlunum vill Barcelona losa sig við Coutinho til að eiga fyrir Neymar en talið er að Liverpool er á höttunum eftir honum.

„Liverpool hefur byggt upp frábært lið og verður því félagið að spyrja sig hvort það hafi pláss fyrir leikmann eins og Philippe Coutinho. Þetta yrði afar erfiður díll eins og svo margir aðrir í þessum bransa. Ef hann myndi fara í ensku úrvalsdeildina þá færi hann þangað en þetta er allt undir Liverpool komið og boltinn er hjá þeim," sagði Joorabchian í viðtali við talkSPORT.
Athugasemdir
banner
banner
banner