Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mán 15. júlí 2019 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Túfa: Ég vildi sjá þrjú stig
Túfa var ánægður með framlag sinna manna
Túfa var ánægður með framlag sinna manna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með að fá bara eitt stig í kvöld eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍA en hann var ánægður með framlag Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Grindvíkingar gerðu sjöunda jafnteflið í deildinni í kvöld en liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Það átti þó erfitt uppdráttar í þeim síðari.

„Ég vildi sjá þrjú stig. Bæði lið fengu færi til að skora mark og vinna leikinn en góð frammistaða hjá okkur í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum líklegri en þeir komast samt yfir og það var ekki alveg gangur leiksins og svo hefði ég viljað sjá eitthvað af þessum færum enda inni og fá þrjú stig," sagði Túfa við Fótbolta.net.

Vindurinn spilaði stóra rullu í kvöld en Grindavík var með vindinn í bakið í fyrri og skapaði liðið sér nokkur góð færi á meðan sá síðari var erfiðari fyrir heimamenn.

„Sammála því. Vindurinn spilaði svolítið inn í líka og það spilaðist eins og leikurinn var að þróast. Þetta var leikur tveggja góðra liða og Jói er að gera frábæra hluti og þetta var hörkuleikur en á endanum var þetta kannski sanngjarn. Kannski er ég bara ósáttur að fá ekki þrjú stig."

„Við stillum upp í dag með tvo framherja og ÍA líka því ef þeir hefðu þeir unnið væru þeir í 2. sæti. Það voru bæði lið að gefa ekkert eftir og skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur og þetta er eina leiðin til að þróa þessa deild áfram."

„Það er pínu erfitt fyrir mig. Þetta er í sjöunda sinn sem ég stend fyrir framan liðið mitt og hrósa fyrir frammistöðu á vellinum og fá bara eitt stig. Svona er lífið og maður verður að taka því sem kemur og stig er betra en ekkert en spilamennska okkar er stígandi og stemningin í hópnum er frábær og við erum klárir fyrir næsta leik,"
sagði hann í lokin.

Grindavík er í 9. sæti með 13 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner