Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. júlí 2019 10:15
Magnús Már Einarsson
Arsenal á eftir Everton - Kocielny á förum
Laurent Koscielny.
Laurent Koscielny.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áhuga á að fá Everton Soares, framherja Gremio, í sínar raðir að sögn Sky.

Everton skoraði 10 mörk í 28 leikjum með Gremio á síðasta tímabili en talið er að Arsenal vilji sé tilbúið að borga 30,5 milljónir punda fyrir hann.

Arsenal telur að það sé vænlegra að krækja í Everton heldur en Wilfried Zaha frá Crystal Palace. Zaha hefur verið á óskalista Arsenal í sumar en félagið er langt frá því að geta boðið það sem Palace vill fá fyrir hann.

Aðrar fréttir af Arsenal segja að félagið sé tilbúið að selja varnarmanninn Laurent Koscielny ef tilboð kemur í hann.

Koscielny vill fara en þessi 33 ára gamli Frakki neitaði að fara með liðinu í æfingabúðir til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner