Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 16. júlí 2019 22:02
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Fjölnir eru erfiðir heim að sækja
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var vonsvikinn að leikslokum eftir tap Fram fyrir Fjölni á Extra-vellinum fyrr í kvöld.

„Við lentum á móti góðu Fjölnisliði í dag, þetta er hörkulið og Ási er að búa til gott lið. Þeir misstu fullt af mönnum og hafa svo fengið góða viðbót. Þetta er gott lið og þeir eru erfiðir heim að sækja."

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Fram

Jón segir stefnuna enn setta upp í Pepsi-deildina.

„Það geta ekki verið nema í mesta lagi fjögur stig á milli liða og við höldum bara áfram. Eins og ég hef sagt áður þá skiptir bara máli hversu mörg stig maður hefur í seinni hluta september. Við höldum bara áfram að safna stigum og sjáum svo hvar við stöndum þá."

Breiðablik sömdu við Gunnleif Gunnleifsson um árs framlenginu á samningnum sínum við þá en Ólafur Íshólm sem spilaði frábærlega með Fram fyrri part tímabils var á láni frá Blikum en kallaður aftur í Kópavoginn þegar það virtist á tímabili stefna í meiðsli hjá Gunnleifi. Jón sagði það koma í ljós í haust hvort þeir muni reyna að næla í Ólaf aftur.

„Hann er samningsbundinn Blikunum og Hlynur er kominn og stóð sig frábærlega í dag. Ég er ánægður með þá markmenn sem við höfum núna. Það er svo bara spurning um stöðu á samningum í haust, það er svo langt í það að maður hefur ekki hugmynd um hvað gerist."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner