Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 16. júlí 2019 22:55
Magnús Valur Böðvarsson
Ólafur hættur með Álftanesstelpur (Staðfest)
Brandon og Óskar Smári taka við
Ólafur Hlynur Guðmarsson er hættur sem þjálfari Álftaness
Ólafur Hlynur Guðmarsson er hættur sem þjálfari Álftaness
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brandon Nathaniel Wellington og Óskar Smári Haraldsson taka við kvennaliði Álftanes
Brandon Nathaniel Wellington og Óskar Smári Haraldsson taka við kvennaliði Álftanes
Mynd: Álftanes
Álftanes sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem þeir tilkynntu að Ólafur Hlynur Guðmarsson þjálfari kvennaliðs félagsins hafi ákveðið að stíga til hliðar.

Brandon Nathaniel Wellington leikmaður meistaraflokks karla tekur við starfinu af Ólafi og með honum verður Óskar Smári Haraldsson til aðstoðar

Þjálfaraskipti hafa átt sér stað hjá meistaraflokki kvenna á Álftanesi, þar sem Ólafur Hlynur Guðmarsson hefur ákveðið að láta af stjórn meistaraflokksins og þökkum við honum fyrir samstarfið.
Í hans stað hefur Brandon Wellington verið ráðinn út sumarið. Óskar Smári Haraldsson verður honum til aðstoðar ásamt því að stýra áfram liðum 2. og 3. flokks Stjörnunnar og efla um leið samstarf Stjörnunnar og Álftaness.


Kvennalið Álftaness leikur í 2.deild kvenna og hefur gengið ekki verið eins og vonast hafði verið til en liðið er sem stendur í 4. sæti með 9 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner