Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 17. júlí 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kamerún rekur Seedorf og Kluivert (Staðfest)
Clarence Seedorf og Patrick Kluivert voru látnir fara
Clarence Seedorf og Patrick Kluivert voru látnir fara
Mynd: Getty Images
Kamerúnska knattspyrnusambandið ákvað í dag að reka þá Clarence Seedorf og Patrick Kluivert eftir slakt gengi landsliðsins í Afríkukeppninni.

Seedorf og Kluivert eru þekkt nöfn í knattspyrnuheiminum en báðir voru þeir yfirburðafótboltamenn með hollenska landsliðinu. Seedorf lék þá með Milan, Inter, Real Madrid og Ajax á meðan Kluivert lék með Ajax, Barcelona, Milan og Valencia meðal annars.

Þeir ákváðu að snúa sér að þjálfun eftir ferilinn en þeir tóku við kamerúnska landsliðinu í ágúst á síðasta ári.

Þeir unnu aðeins þrjá leiki af níu með liðið og datt það meðal annars út í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar ár. Þeir þurftu því að taka poka sinn í dag.

Kamerún vann keppnina fyrir tveimur árum en í ár leika Alsír og Senegal til úrslita.
Athugasemdir
banner
banner
banner