mið 17. júlí 2019 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Atlético ekki í viðræðum við James
James Rodriguez fer ekki til Atlético Madrid
James Rodriguez fer ekki til Atlético Madrid
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atlético Madrid á Spáni, segir að félagið sé ekki í viðræðum við James Rodriguez hjá Real Madrid.

Rodriguez er mættur aftur til Real Madrid eftir að hafa verið á láni í tvö ár hjá Bayern München en hann er að öllum líkindum á leið frá félaginu.

Napoli hefur verið í viðræðum við Real Madrid um kaup á honum en Madrídingar vilja 42 milljónir evra, upphæð sem Napoli er ekki tilbúið að borga.

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur rætt um viðræðurnar en það gengur illa að komast að samkomulagi við Real Madrid.

James hefur verið orðaður við Atlético Madrid síðustu daga en Cerezo segir ekkert hæft í þeim fregnum.

„Atlético hefur alltaf áhuga á frábærum leikmönnum og James Rodriguez er klárlega frábær leikmaður. Við erum samt ekki í viðræðum við Real Madrid," sagði Cerezo.
Athugasemdir
banner
banner
banner