Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. júlí 2019 08:27
Magnús Már Einarsson
Jakup Thomsen ekki meira með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakup Thomsen, framherji FH, verður frá keppni fram á næsta tímabil eftir að hafa slitið krossband í hné.

Jakup meiddist þegar brotið var á honum í leik FH og ÍBV um helgina og vítaspyrna var dæmd.

Í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki svona alvarleg en nú er ljóst að krossbandið er slitið og Jakup verður frá keppni í allt að heilt ár.

„Ég vil þakka FH fyrir stuðninginn og óska þeim alls hins besta út árið. Ég kem sterkari til baka," sagði Jakup á Instagram síðu sinni.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði við Morgunblaðið fyrr í vikunni að félagið sé að leita erlendis að nýjum framherja.

Jakup kom fyrst til FH um mitt sumar í fyrra en hann hefur verið í láni hjá félaginu frá Midtjylland í Danmörku.

Jakup er færeyskur landsliðsmaður en hann hefur skorað fjögur mörk í tuttugu leikjum í Pepsi Max-deildinni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner