Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 17. júlí 2019 08:48
Magnús Már Einarsson
Bruce tekinn við Newcastle (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Steve Bruce hefur verið ráðinn stjóri Newcastle en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Bruce tekur við af Rafael Benítez sem náði ekki samningum við Newcastle á dögunum.

Hinn 58 ára gamli Bruce hefur komið víða við á ferlinum en Newcastle verður ellefta félagið sem hann stýrir.

Bruce stýrði síðast Sheffield Wednesday en fyrr á ferlinum stýrði hann nágrönnum Newcastle í Sunderland. Sjálfur var hann stuðningsmaður Newcastle í æsku.

„Þetta er æskufélag mitt og félagið sem faðir minn studdi," sagði Bruce eftir ráðninguna.

Stjóraferill Bruce
1998–1999 Sheffield United
1999–2000 Huddersfield Town
2001 Wigan Athletic
2001 Crystal Palace
2001–2007 Birmingham City
2007–2009 Wigan Athletic
2009–2011 Sunderland
2012–2016 Hull City
2016–2018 Aston Villa
2019 Sheffield Wednesday
2019– Newcastle United
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner