Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. júlí 2019 08:30
Magnús Már Einarsson
Neymar til í að fara til Man Utd
Powerade
Hvað verður um Neymar?
Hvað verður um Neymar?
Mynd: Getty Images
Pogba er á sínum stað í slúðurpakka dagsins.
Pogba er á sínum stað í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúðurskammt dagsins á þessum fína fimmtudegi.



Real Madrid ætlar að losa sig við Gareth Bale (30) og James Rodriguez (28) til að fjármagna kaup á Paul Pogba (26) miðjumanni Manchester United. (Marca)

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, vill ekki ræða möguleikann á að leikmaðurinn fari aftur til Juventus. (AS)

Neymar (27) hefur opnað á að fara til Manchester United en hann vill ólmur fara frá PSG. (Mundo Deportivo)

Barcelona er að skoða hvað félagið getur gert til að fá Neymar aftur frá PSG. Einn möguleikinn er að fá leikmanninn á láni í ár og kaupa hann næsta sumar. (Express)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, mun ákveða hvort Willian (30) fái nýjan samning. Brasilíumaðurinn á ár eftir af samningi sínum en Barcelona vill kaupa hann á 30 milljónir punda. (Express)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, gæti fengið meira en 90 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar. (Sky Sports)

Bruce var ellefti kostur hjá Newcastle í stjórastarfið og var ekki á upprunalegum óskalista félagsins. (Mail)

Alan Shearer, fyrrum framherji og stjóri Newcastle, segist hafa sagt Bruce að sleppa þvi að taka við liðinu. (Sun)

Newcastle vonast til að kaupa framherjann Joelinton (22) frá Hoffenheim en hann verður dýrasti leikmaðurinn í sögu félagisns á 36 milljónir punda. (Chronicle Live)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur sett Manchester United tímamörk til að klára kaupin á Harry Maguire. (Star)

Rodgers hefur hrósað Maguire fyrir að sýna fagmennsku í sumar en leikmaðurinn er rólegur yfir sögusögnum um áhuga United. (Independent)

Afar ólíklegt er að Liverpool selji Simon Migolet (31) í sumar og félagið hefur ekki áhuga á að lána hann. (Liverpool Echo)

Manchester United gæti krækt í Nicolo Zaniolo (20) miðjumann Roma. (Mirror)

Romelu Lukaku (26) stefnir á að fara frá Manchester United til Inter. (Times)

Spænski framherjinn Fernando Llorente er að skoða tilboð frá Fiorentina en hann er án félags eftir að samningur hans hjá Tottenham rann út. (Mail)

Laurent Koscielny (33) gæti misst af launagreiðslum eftir að hafa neitað að fara með Arsenal í æfingaferð til Bandaríkjanna. (L'Equipe)

Granit Xhaka tekur væntanlega við fyrirliðabandinu hjá Arsenal af Koscielny. (Telegraph)

Stuðningsmenn Juventus tóku gríðarlega vel á móti Mino Raiola umboðsmanni Matthijs de Ligt þegar varnarmaðurinn mætti í læknisskoðun hjá félaginu í gær. (Metro)

Arsenal gæti fengið samkeppni frá öðrum félögum um Kieran Tarney vinstri bakvörð Celtic. (Scotsman)

Burnley vill fá tólf milljónir punda fyrir markvörðinn Tom Heaton (33). Aston Villa bauð fjórar milljónir punda í hann á dögunum en því tilboði var samstundis hafnað. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner