Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. júlí 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Greenwood gæti byrjað í fyrsta leik hjá Man Utd
Greenwood fagnar marki sínu í gær.
Greenwood fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir góðar líkur á að hinn 17 ára gamli Mason Greenwood verði í byrjunarliðinu í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Chelsea þann 11. ágúst.

Greenwood skoraði í 4-0 sigri á Leeds í æfingaleik í gær en hann skoraði 30 mörk í 29 leikjum með unglingaliði United á síðasta tímabili.

„Hann á klárlega möguleika á að byrja (gegn Chelsea). Hann er meira en nógu góður í það. Hann er alltaf að skapa sér færi í kringum teiginn," sagði Solskjær.

„Það er góður möguleiki (á að hann byrji) ef hann heldur svona áfram. Það er erfitt að halda leikmönnum fyrir utan ef þeir eru að spila vel."

„Fyrsta markið mun létta pressunni af öxlunum á honum. Hreyfanleiki hans og klókindi gera hann að mjög góðum leikmanni."

Athugasemdir
banner
banner
banner